Bestu íslensku hlaðvörpin um foreldrahlutverkið

Bestu íslensku hlaðvörpin um foreldrahlutverkið.
Bestu íslensku hlaðvörpin um foreldrahlutverkið. Ljósmynd/Thinkstock

Í ís­lensku hlaðvarpa­flór­unni kenn­ir ým­issa grasa og mörg ný hlaðvörp bæst við á síðustu mánuðum. Hlaðvörp hafa notið mik­illa vin­sælda á síðustu árum og ekk­ert lát virðist vera þar á. 

Mbl.is opnaði á dög­un­um nýj­an hlaðvarpsvef þar sem finna má stór­an hluta af öll­um þeim hlaðvörp­um sem fram­leidd eru á Íslandi.

Foreldrahlutverkið getur verið flókið, sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í því. Fjöldinn allur af hlaðvörpum fjallar um foreldrahlutverkið, fæðingar, barnauppeldi og síðast en ekki síst leikskólamál. Hér eru bestu íslensku hlaðvörpin á því sviði.

10 í útvíkkun

10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. Þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.

Límónutréð

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt verður um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins.

Legvarpið

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

Kviknar hlaðvarp

Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.

Fæðingarcast

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum

Fjölskyldan ehf.

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf., heimilislíf og uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveðja sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langamma, og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér.

Þokan

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti.

mbl.is