Prinsessur í sóttkví

Spænsku prinsessurnar Leonor og Sofia eru komnar í sóttkví.
Spænsku prinsessurnar Leonor og Sofia eru komnar í sóttkví. AFP

Spænska prinsessan Leonor er komin í tveggja vikna sóttkví eftir að einn bekkjarfélaga hennar greindist með kórónuveiruna. 

Yngri systir Leonor, Sofia, er einnig komin í sóttkví. Systurnar munu þó halda áfram að „mæta“ í skólann í gegnum netið. Leonor er 14 ára og byrjaði í 10. bekk í Santa María de Los Rosales-skólanum í Madríd. Sofia er 13 ára og byrjaði í 9. bekk. 

Í tilkynningu frá spænsku konungsfjölskyldunni kemur fram að fjölskyldan fylgi öllum ráðleggingum yfirvalda í baráttunni gegn veirunni.

Filippus Spánarkonungur fylgdi dætrum sínum í skólann á fyrsta skóladeginum á miðvikudaginn síðastliðinn. Hann steig þó ekki út úr bílnum en foreldrum var ráðlagt að fara ekki út úr bílum sínum þegar þeir skutluðu börnunum í skólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert