Game of Thrones-parið á von á barni

Rose Leslie og Kit Harington eiga von á barni saman.
Rose Leslie og Kit Harington eiga von á barni saman. AFP

Stjörnuparið Rose Leslie og Kit Harington eiga von á sínu fyrsta barni. Leslie tilkynnti um komu erfingjans á forsíðu Make Magazine með fallegri mynd af kúlunni. 

Leslie og Harington léku á móti hvort öðru í þáttunum Game of Thrones og einmitt þar hófst ástarsaga þeirra. Þau trúlofuðu sig í september 2017 og gengu í það heilaga í Skotlandi í júní 2018. 

mbl.is