Sýnir líkamann breytast eftir fæðingu

Kelsey Henson eignaðist sitt fyrsta barn í lok september.
Kelsey Henson eignaðist sitt fyrsta barn í lok september. Skjáskot/Instagram

Hjónin Kelsey Henson og vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir rétt rúmum tveimur vikum. Kelsey er dugleg að sýna frá móðurhlutverkinu á Instagram og hvernig líkami hennar er að breytast aftur. 

Kelsey birti myndasyrpu á Instagram af líkamanum eftir fæðinguna. Hún segir myndirnar teknar einum degi eftir fæðingu, einni viku eftir fæðingu og loks tveimur vikum eftir fæðinguna. 

Hin nýbakaða móðir er dugleg í ræktinni eins og eiginmaður hennar en fer að öllu með gát. Hún ætlar að byrja á að æfa grindarbotninn og magann en ætlar að bíða með að lyfta lóðum. Hún segir það taka um 40 vikur að ganga með barn og spyr af hverju konur ættu að flýta sér of mikið þegar kemur að því að ná sér eftir meðgönguna. 

mbl.is