Arnór Dan og Vigdís eignuðust dóttur

Arnór Dan úr Agent Fresco er orðinn faðir.
Arnór Dan úr Agent Fresco er orðinn faðir. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór Dan Arnarson, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Ag­ent Fresco, og sambýliskona hans, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, eignuðust dóttur hinn 17. október. Arnór greindi frá komu stúlkunnar á Instagram. 

Arnór skrifaði fallega um hvernig kona hans stóð sig í fæðingunni þegar hún fæddi fallegu litlu heilbrigðu stelpuna þeirra. Hann segist enn ekki ná almennilega utan um upplifunina en veit þó eitt. 

„Þær eru allt sem ég á og ég hef aldrei verið eins vongóður og núna,“ skrifaði Arnór og þakkaði ljósmæðrum Bjarkarinnar fyrir sinn þátt í fæðingunni. 

Barnavefur mbl.is óskar nýbökuðu foreldrunum til hamingju með dótturina. 


 

mbl.is