Fagnar tíu ára afmæli sonar síns

John Travolta
John Travolta AFP

John Travolta hélt á dögunum upp á tíu ára afmæli sonar síns Benjamíns og birti mynd af þeim feðgum saman.

Eiginkona hans og barnsmóðir Kelly Preston lést vegna brjóstakrabbameins í júlí og síðan þá hefur hann verið duglegur að minnast hennar á instagram og hlúa að börnum sínum. 

Travolta hefur mátt þola mikinn missi í lífinu en árið 2009 lést sonur hans Jett.

mbl.is