Hefur enga þolinmæði fyrir lygum

Kate Hudson hefur enga þolinmæði fyrir lygar.
Kate Hudson hefur enga þolinmæði fyrir lygar. JEAN-BAPTISTE LACROIX

Leikkonan Kate Hudson heldur uppi miklum aga á heimili sínu. Í barnauppeldinu leggur hún mikið upp úr því að börnin hennar séu kurteis og ljúgi ekki.

Hudson á þrjú börn, þau Rani Rose tveggja ára, Bingham níu ára og Ryder 16 ára. Hún segir það hafa komið fjölskyldu sinni á óvart þegar hún ákvað að eignast börn. 

Hún lýsir sjálfri sér sem strangri móður og setur börnum sínum mörk. „Ég er ströng þegar reglur eru annars vegar. Ég set ákveðnar reglur og sem ekki við börnin mín um ákveðna hluti. Það sem ég komst að með þessu er að þegar þú setur reglur á heimilinu endarðu ekki í langdregnum samningaviðræðum við börnin. Þegar ég segi nei er þetta útrætt,“ sagði Hudson í viðtali við People.

Hudson segir að foreldrar verði að setja börnum sínum eðlileg mörk og draga línuna svo að börnin fái tækifæri til að prófa sig áfram með mörkin. „Ég held að það sé mikilvægur hluti af þroska þeirra. Hversu mikið þau geta látið reyna á mörkin og það er líka mikilvægt fyrir mann sem foreldri að standast þá áskorun,“ segir Hudson. 

Hún segist vera mjög ströng með mannasiði á heimilinu og hefur enga þolinmæði fyrir lygum. „Ég hef enga þolinmæði fyrir lygum, hvorki litlum né stórum,“ sagði Hudson.

Kate Hudson á þrjú börn.
Kate Hudson á þrjú börn. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is