Fær forræði yfir börnunum

Kelly Clarkson stendur í skilnaði.
Kelly Clarkson stendur í skilnaði. AFP

Tónlistarkonan Kelly Clarkson fékk forræði yfir börnum sínum og munu þau aðallega búa hjá henni. Clarkson stendur í skilnaði við eiginmann sinn, umboðsmanninn Brandon Blackstock. Saman eiga hjónin tvö börn sem eru sex og fjögurra ára. 

Vegna þess að Blackstock vill aðallega halda heimili í Montana en Clarkson í Los Angeles í Kaliforníu þurfti að skera úr um hvar börnin ættu að búa. Blackstock vildi helst að börnin færu fram og til baka ríkja á milli. 

Lögmaður Clarkson sagði kröfu fóðurins skaðlega börnunum. Dómarinn var sammála og sagði börnin ekki vera og aldrei hafa verið íbúar Montana. Kalifornía væri þeirra heimaríki. Foreldrarnir fara þó sameiginlega með málefni barna sinna en þau dvelja meira hjá móður sinni. Blackstock fær að hitta börnin aðra hverja helgi en verður að vera í Los Angeles flestar helgar ef hann vill hitta þau. 

Frétt TMZ

mbl.is