Fékk Covid snemma á meðgöngunni

Sadie Robertson veiktist af Covid snemma á meðgöngunni.
Sadie Robertson veiktist af Covid snemma á meðgöngunni. Skjaskot/Instagram

Leikkonan Sadie Robertson smitaðist af Covid þegar hún var aðeins gengin nokkrar vikur með sitt fyrsta barn. Hún segir að það hafi verið erfitt að vera veik af Covid á meðgöngunni og ekki góð blanda með morgunógleðinni sem fylgdi meðgöngunni. 

Robertson og eiginmaður hennar Christian Huff eiga von á lítilli stelpu í maí á næsta ári. Hún er búin að ná sér af Covid-veikindunum og morgunógleðin hefur minnkað. 

„Það erfiðasta var að ég veiktist af Covid þegar ég var ólétt þannig að ég var veik af því og með mikla morgunógleði. Það var áskorun. Án gríns, hugur minn er hjá öllum þeim sem smitast af Covid og öllum sem eru með Covid. Þau sögðu mér á spítalanum að sumar konur hefðu þurft að fæða meðan þær voru veikar. Ég get ekki ímyndað mér það,“ sagði Robertson. 

Hún segir það hafa tekið sig nokkurn tíma að ná sér af veikndunum og hún hafi glímt við eftirköst. Hún finnur fyrir þyngslum fyrir brjóstinu og var lengi með furðulegt bragð í munninum.

People

mbl.is