Hvernig bregðast má við gagnrýni

Foreldrar þurfa oft að þola gagnrýni
Foreldrar þurfa oft að þola gagnrýni Ljósmynd/Colourbox.dk

Foreldrar þurfa oft á tíðum að sæta gagnrýni annarra um hvernig þeir velja að ala upp börn sín. Gagnrýnin getur verið af öllum toga og særandi, til dæmis hversu mikinn skjátíma börnin fá, mataræði, fataval eða bara hvað sem er. 

Rannsóknir hafa sýnt að flestar mæður upplifa gagnrýni á uppeldisaðferðir sínar og oft eru það foreldrar sem gagnrýna aðra foreldra. Það er mikilvægt að geta brugðist við slíkri gagnrýni á uppbyggilegan hátt. Hér eru nokkrar leiðir sem sérfræðingar mæla með:

Ekki bregðast við

Það getur verið erfitt að bregðast ekki við gagnrýni en stundum er það besta leiðin. Að leiða hjá sér gagnrýni dregur úr spennu og kemur í veg fyrir að úr verði árekstrar. Þá er ólíklegra að maður segi eitthvað sem maður mun svo sjá eftir. Ekki leyfa öðrum að eyðileggja daginn þinn. Segðu bara „ok“ og haltu áfram með lífið.

Ræddu málin

Stundum gæti verið viðeigandi að spyrja spurninga. Haltu ró þinni og spurðu af hverju þau finni hjá sér þörf fyrir að tjá sig um þínar uppeldisaðferðir. Með þessum hætti færðu kannski innsýn í þeirra sjónarmið og kannski munu þau framvegis skipta sér minna af öðrum.

Hugsaðu um barnið

Hugsaðu um barn þitt áður en þú bregst við. Ef það er nærri þegar einhver gagnrýnir þig skiptir máli að vera góð fyrirmynd og halda ró sinni. Auk þess sem þér gefst tækifæri til þess að einbeita þér að barninu og leiða hjá þér gagnrýnina. 

Hristu þetta af þér

Ekki taka gagnrýnina inn á þig. Þú veist hvað er barni þínu fyrir bestu. Þegar einhver gagnrýnir er það vegna þess að hann heldur að hans leið sé sú eina rétta. Það er ekki rétt.

Segðu hvernig þér líður

Ef þú ert illa upplögð/lagður fyrir gagnrýni skaltu segja það. Segðu að ekki sé þörf á slíkri gagnrýni.

Ekki gjalda líku líkt

Þú veist hvernig tilfinning það er að fá á sig óþarfa gagnrýni og því ættir þú ekki að fara í sama farið. Vertu betri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert