Opinbera nafn dóttur sinnar

Zayn Malik og Gigi Hadid.
Zayn Malik og Gigi Hadid. mbl

Ofurparið Gigi Hadid og Zayn Malik hefur opinberað nafn dóttur sinnar. Stúlkan litla fékk nafnið Khai, en hún kom í heiminn í september síðastliðnum. 

Nafnið tilkynnti Hadid með því að breyta upplýsingum um sjálfa sig á Instagram, þar sem hún bætti við lýsinguna á sjálfri sér að hún væri „Mamma Khai“. 

Khai litla er fyrsta barn foreldra sinna. „Litla stúlkan okkar er komin í heiminn, heilbrigð og falleg. Það er ómögulegt að reyna að koma því í orð hvernig mér líður núna. Ástin sem ég ber til þessarar litlu manneskju er ofar mínum skilningi. Þakklátur fyrir að þekkja hana, stoltur yfir því að geta kallað hana mína og þakklátur fyrir að við fáum að eiga lífið saman,“ skrifaði Zayn þegar dóttir hans kom í heiminn. 

mbl.is