Alexandra fékk lítið steypiboð á Íslandi

Alexandra Hega Ívarsdóttir á von á barni með eiginmanni sínum, …
Alexandra Hega Ívarsdóttir á von á barni með eiginmanni sínum, Gylfa Sigurðssyni. Skjáskot/Instagram

Alexandra Helga Ívarsdóttir náttúrukokkur á von á sínu fyrsta barni með landsliðsmanninum Gylfa Sigurðssyni. Alexandra býr á Englandi þar sem Gylfi spilar knattspyrnu. Hún kom til Íslands á dögunum og fagnaði meðal annars tilvonandi erfingja á sunnudaginn. 

„Fékk svo fallegt mini shower frá mínum bestu í gær,“ skrifaði Alexandra í gærkvöldi á Instagram. Þá voru vinkonur hennar búnar að útbúa lítið steypiboð fyrir hana. 

Ásamt því að fara í boðið skellti Alexandra sér í barnavöruverslunina Petit þar sem hún sagðist vera að kaupa barnavörur. Alexandra greindi frá því um helgina að hún væri komin á síðasta þriðjung meðgöngunnar. 

mbl.is