Harry og Meghan brjóta blað í sögu konungsfjölskyldunnar

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja tilkynntu í gær að þau ættu von á öðru barni sínu. Barnið er það fyrsta sem er svo framarlega í erfðaröðinni að bresku krúnunni til að fæðast í Bandaríkjunum. 

Barnið, sem mun koma í heiminn seinna á þessu ári, verður það 8. í erfðaröðinni að krúnunni. 

Harry og Meghan fluttu til Bandaríkjanna í mars á síðasta ári og hafa fest kaup á húsi í Montecito í Kaliforníu. Meghan greindi frá því í nóvember á síðasta ári að hún hefði misst fóstur um sumarið. 

Í gær, Valentínusardag, tilkynntu þau hins vegar að sonur þeirra Archie, sem verður tveggja ára í maí, yrði stóri bróðir á árinu. Díana prinsessa nýtti einnig Valentínusardaginn árið 1984 til þess að tilkynna að hún væri ólétt að Harry og að Vilhjálmur yrði stóri bróðir í september sama ár. 

Barnið mun fæðast í Bandaríkjunum og því fá bandarískan ríkisborgararétt. Óljóst er hvort barnið heldur tvöföldum ríkisborgararétti, en óvissa ríkti einmitt um hvort Archie myndi halda tvöföldum ríkisborgararétti en hann fæddist í Bretlandi. 

Harry og Meghan eiga von á sínu öðru barni.
Harry og Meghan eiga von á sínu öðru barni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert