Game of Thrones-parið eignaðist son

Rose Leslie og Kit Harington eignuðust son..
Rose Leslie og Kit Harington eignuðust son.. AFP

Sonur Game of Thrones-stjarnanna Kits Haringtons og Rose Leslie er kominn í heiminn. Hjónin sáust á götum London í gær með litla drenginn. 

Leslie greindi frá því í september síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni þegar hún sat fyrir á forsíðu tímaritsins Make með óléttubumbuna. 

Harington og Leslie kynntust við gerð þáttanna Game of Thrones þar sem þau léku hvort á móti öðru. Þau trúlofuðu sig árið 2017 og gengu í það heilaga í Skotlandi 2018.

mbl.is