Hefur veiran haft neikvæð áhrif á börn?

Mörg börn hafa ekki getað leikið við félaga sína á …
Mörg börn hafa ekki getað leikið við félaga sína á tímum kórónuveiru-faraldursins. mbl.is

„Þetta hefur verið erfitt fyrir okkur. Þetta er okkar fyrsta barn og það að geta ekki umgengist aðra hefur verið mjög krefjandi. Við erum alltaf ein með barninu,“ segir Rosalyn Williams sem eignaðist dótturina Lilly í maí á síðasta ári.

„Allar okkar áætlanir breyttust. Ég get ekki farið með hana neitt eða fengið barnapössun. Við fórum í ungbarnaeftirlit um daginn og það var í fyrsta skipti í ellefu mánuði sem einhver annar annaðist hana. Barnið hefur ekki umgengist önnur börn.“

Foreldrar eru almennt áhyggjufullir um hvaða áhrif þessi einangrun hefur á félagsfærni barnanna til framtíðar.

„Við erum ekki viss um langtímaáhrifin því augljóslega hefur þetta ekki verið rannsakað,“ segir barnasálfræðingurinn Nicholas Long. „En það er ástæða til að vera bjartsýnn. Margir virðast telja að langtímaáhrifin geti verið jákvæð fyrir mörg börn sem fæðast í heimsfaradrinum. Á meðan samskipti foreldra og barns eru góð þá er það gott fyrir barnið.

Það er mikilvægt að foreldrar hlúi að sjálfum sér en það hefur sýnt sig að andleg heilsa foreldra hefur bein áhrif á barnið og heilsu þess,“ segir Long og bætir við að það sé best að fara hægt af stað við að venja barnið við aukin félagsleg samskipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert