Íslandsvinir eignuðust dóttur

Brittany Matthews og Patrick Mahones eignuðust dóttur.
Brittany Matthews og Patrick Mahones eignuðust dóttur. Skjáskot/Instagram

Bandaríski NFL-leikmaðurinn Patrick Mahomes og kærasta hans og fótboltakonan Brittany Matthews eignuðust stúlku á dögunum. Parið eru miklir Íslandsvinir en þau bjuggu hér í nokkra mánuði árið 2017 þegar Matthews spilaði fótbolta með Aftureldingu/Fram í 2. deild. 

Þetta er fyrsta barn parsins en litla stúlkan fékk nafnið Sterling Skye Mahomes. 

Mahomes er ein skærasta stjarnan í bandarísku NFL-deildinni en hann er leikstjórnandi Kansas City Chiefs. Hann leiddi liðið til sigurs í Ofurskálinni á síðasta ári en liðið laut í lægra haldi fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni 2021. 

mbl.is