Áhöfnin á Ásgrími Halldórssyni sýndi magnaða danstakta

Hetjur hafsins, skipverjar á Ásgrími Halldórssyni, sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess, tóku föstudagsdansinn með Huldu Björk Svansdóttur og syni hennar, Ægi Þór Sævarssyni, sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Mæðginin hafa lagt ríka áherslu á að dansa alltaf á föstudögum til að gera lífið léttara og skemmtilegra og hafa fengið fólkið í landinu til að dansa með sér. Faðir Ægis Þórs, Sævar Rafn Guðmundsson, er yfirvélstjóri á skipinu en áhöfnin hafði nýlokið við að hreinsikasta nótinni eftir vertíðina þegar myndbandið var tekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert