Kom í flýti í heiminn á baðherbergisgólfinu

Zara og Mike Tindall eignuðust barn um síðustu helgi.
Zara og Mike Tindall eignuðust barn um síðustu helgi. AFP

Zara Tindall, næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar, eignaðist sitt þriðja barn í vikunni með eiginmanni sínum Mike Tindall. Faðirinn greindi ítarlega frá fæðingunni í hlaðvarpsþætti. Fæðingin gekk svo fljótt fyrir sig að hjónin náðu ekki á spítalann. 

„Kom mjög hratt, komumst ekki á spítalann. Á baðherbergisgólfinu,“ sagði Tindall í hlaðvarpsþættinum þegar hann lýsti fæðingunni í stikkorðum. Faðirinn sá um að þeytast um heimilið og finna til dýnu og handklæði. Vinkona þeirra gerði meira gagn að hans mati. „Hún hefur verið til staðar við fæðingu allra barna minna. Hún var þarna og áttaði sig á því að við næðum ekki á spítalann í tæka tíð.“

Ljósmóðirin sem ætlaði að hitta þau á spítalanum var í nágrenninu og kom heim til þeirra þegar fæðingin var komin á fullt. Önnur ljósmóðir mætti eftir að það sást í kollinn. 

mbl.is