Allt í steik hjá Grey's Anatomy-stjörnu

Jesse Williams.
Jesse Williams. ljósmynd/Imdb.com

Grey's Anatomy-stjörnunni Jesse Williams og fyrrverandi eiginkonu hans Aryn Drake-Lee hefur verið gert að sækja námskeið fyrir foreldra sem eiga í miklum árekstrum í foreldrahlutverkinu. Hjónin fyrrverandi hafa barist hart um forræði yfir börnum sínum tveimur frá því að þau skildu.

Skilnaði þeirra lauk formlega í október á síðasta ári en þá voru þrjú ár síðan þau sóttu fyrst um hann.

Dómari gerði þeim að sækja námskeiðið eftir að Williams sótti um að breyta forræðisfyrirkomulaginu en þau deila forræði yfir dótturinni Sadie og syninum Maceo. Forræðisdeilan er meðal annars ástæða þess af hverju svo langan tíma tók að ná sáttum og svo virðist sem hjónin fyrrverandi hafi ekki enn náð að finna flöt á málinu sem allir eru sáttir við.

TMZ

mbl.is