Mikilvægast að setja hag barna fremst í skilnaði

Kris Jenner ráðlagði dóttur sinni að hugsa fyrst og fremst …
Kris Jenner ráðlagði dóttur sinni að hugsa fyrst og fremst um börnin í skilnaðinum. AFP

Raunveruleikastjarnan og umboðsmaðurinn Kris Jenner hvetur dóttur sína Kim Kardashian til að setja börnin sín í forgang í skilnaðinum. Kardashian skilur nú við eiginmann sinn Kanye West og eiga þau fjögur börn saman. 

Jenner sjálf skildi við föður Kardashian, Robert Kardashian, og lærði það af eigin reynslu að farsælasta leiðin væri að hugsa fyrst um börnin. 

„Það mikilvægasta sem ég lærði af minni reynslu, í bæði skiptin, er að börnin eiga að vera í forgrunni. Ef þú hefur það fremst í huganum og veist að það eru þau sem koma þér í gegnum þetta, þá mun ástin koma þér í gegnum þetta, sama hversu mikinn sársauka þú upplifir,“ sagði Jenner í viðtali við Wall Street Journal.

Hún minnist þess að eftir að hafa komið öllum krökkunum í rúmið á kvöldin hafi hún tekið reiði- eða sorgarköst. „Ég vildi ekki að börnin vorkenndu mér,“ sagði Jenner. 

Jenner var einnig fjögurra barna móðir þegar hún skildi við sinn fyrsta eiginmann. Seinna hjónabandi hennar við Caitlyn Jenner lauk árið 2015 en með henni eignaðist hún tvær dætur, Kendall og Kylie Jenner.

mbl.is