Með vinkonurnar á Zoom í fæðingunni

Kelly Rowland, Beyoncé Knowles og Michelle Williams eru góðar vinkonur …
Kelly Rowland, Beyoncé Knowles og Michelle Williams eru góðar vinkonur enn í dag. FRED PROUSER

Söngkonan Kelly Rowland fékk styrk frá vinkonum sínum Beyoncé Knowles og Michelle Williams þegar hún fæddi sitt annað barn, soninn Noah Jon, í heiminn fyrir þremur mánuðum.

Í viðtali við People sagði Rowland að „systur“ hennar hefðu verið með henni á Zoom þegar drengurinn litli kom í heiminn. 

„Fjölskyldan okkar hitti okkur á Zoom. Þau fengu að sjá Noah koma í heiminn. Það var falleg stund,“ sagði Rowland. Rowland á fyrir soninn Titan Jewell sem er 6 ára.

Rowland, Knowles og Williams eru mjög nánar vinkonur en þær voru að sjálfsögðu saman í hljómsveitinni Destiny's Child.

Kelly Rowland.
Kelly Rowland. AFP
mbl.is