Vill ekki láta kalla sig ömmu

Gayle King vill ekki láta kalla sig ömmu.
Gayle King vill ekki láta kalla sig ömmu. AFP

Kirby Bumpus, dóttir sjónvarpskonunnar Gayle King, og eiginmaður hennar Virgil Miller eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta er fyrsta barnabarn King en hún vill ekki láta kalla sig ömmu. 

King var að springa úr spenningi þegar hún deildi fréttunum með aðáendum sínum í morgunþættinum CBS This Morning. 

„Ég vil ekki láta kalla mig ömmu,“ sagði King. „Mér finnst Gaia fallegt, það þýðir Móðir Jörð. Opruh finnst það heimskulegt og tilgerðarlegt. Ég er hrifin af því,“ sagði King. 

Hún íhugaði nafnið Mamsa (e. Mumsy) en dóttir hennar útilokaði það. „Einhver stakk upp á Gammy en það hljómar eins og gömul kona með engar tennur,“ sagði King. 

mbl.is