Afmælismyndin af Archie vekur pirring

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex. AFP

Archie, sonur Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex, varð tveggja ára í gær. Harry og Meghan birtu mynd af honum í tilefni dagsins. Á myndinni snýr Archie baki í myndavélina og er myndin mikið unnin. Brúnn filter er yfir myndinni og sýnir hún lítið af Archie. 

Myndbirtingin hefur farið í taugarnar á aðdáendum bresku konungsfjölskyldunnar sem eru vanir því að fá fallegar andlitsmyndir af börnum í konungsfjölskyldunni á afmælisdögum þeirra. 

Harry og Meghan sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna á síðasta ári og hafa farið óhefðbundnar leiðir við birtingu mynda síðan þá. Á síðasta ári gáfu þau út myndband í samstarfi við Save the Children. 

Um jólin gáfu þau út teiknaða mynd af sér með syni sínum og hundunum þeirra og þar sást lítið í andlit Archies. Á alþjóðlegum degi kvenna gáfu þau einnig út mynd þar sem ekkert sást í andlit hans. 

Þessi myndbirting hefur vakið mikinn pirring á samfélagsmiðlum og velta margir fyrir sér af hverju andlit hans sé svo mikið leyndarmál. 

Vilhjálmur Bretaprins, bróðir Harrys, og eiginkona hans Katrín hertogaynja hafa gefið út fallegar myndir af öllum þremur börnum sínum á afmælisdögum þeirra í gegnum árin. Nú í apríl og maí voru til að mynda birtar myndir af Karlottu og Lúðvík.

Myndin er mikið unnin og ekki sést í andlit Archies.
Myndin er mikið unnin og ekki sést í andlit Archies. Ljósmynd/Hertogahjónin af Sussex
Þessi mynd birtist í myndbandi á dögunum.
Þessi mynd birtist í myndbandi á dögunum. Skjáskot/Instagram
Meghan og Archie á fyrsta afmælisdegi hans.
Meghan og Archie á fyrsta afmælisdegi hans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert