Eiga von á sjötta barninu

Bode Miller og Morgan Beck eiga von á sjötta barni …
Bode Miller og Morgan Beck eiga von á sjötta barni sínu saman. Skjáskot/Instagram

Skíðakappinn Bode Miller og eiginkona hans Morgan Beck eiga von á sínu sjötta barni saman. Fyrir átti Miller tvö börn svo þetta barn er hans áttunda. 

Hjónin greindu frá því um helgina að von væri á lítilli stelpu. 

Fyrir eiga þau soninn Nash sex ára, Easton tveggja ára og tvíburana Asher og Aksel sem eru eins og hálfs árs. Dóttir þeirra Emieline drukknaði í sundlaug árið 2018, aðeins 19 mánaða gömul. 

Eldri börn Millers eru Dacey 13 ára og Nate 8 ára.

mbl.is