Krúttsprengja spurði hvort Katrín væri prins

Katrín hertogaynja er ekki prins.
Katrín hertogaynja er ekki prins. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge stoppuðu og spjölluðu við leikskólabörn í opinberri ferð til Orkneyja í vikunni. Einn lítill drengur spurði Katrínu hvort hún væri prins sem hún neitaði. 

„Ert þú prins?“ spurði hann. „Nei, ég er ekki prins. Ég er hertogaynjan af Cambridge. Margir kalla mig Katrínu,“ svaraði Katrín. Þegar hún var spurð hvort hún væri prinsessa svaraði hún játandi. Hún er reyndar ekki prinsessa en það er kannski aðeins of flókið fyrir leikskólabörn að átta sig á flóknum reglum í bresku konungsfjölskyldunni. 

Hér má sjá brot af samskiptum Katrínar og barnanna. 

Leikskólabörnin spurðu Katrínu spjörunum úr.
Leikskólabörnin spurðu Katrínu spjörunum úr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert