Var hrædd um að þurfa að fæða ein

Justin Timberlake og Jessica Biel eiga tvö börn.
Justin Timberlake og Jessica Biel eiga tvö börn. AFP

Stjörnuhjónin Jessica Biel og Justin Timberlake eignuðust sitt annað barn í leyni í miðjum heimsfaraldri. Biel ætlaði ekki að halda óléttunni leyndri en það æxlaðist þó þannig vegna kórónuveirunnar. 

„Ég eignaðist eiginlega leynilegt Covid-barn,“ sagði Biel í hlaðvarpsþætti Dax Shepards, Armchair Expert. „Það var ekki eins og þetta ætti að vera leyndarmál. Svo kom Covid og ég fór til Montana með fjölskyldunni minni og fór aldrei til baka.“

Það fréttist af fæðingu sonarins í júlí í fyrra en hjónin staðfestu ekki komu barnsins fyrr en í janúar. 11 mánaða gamli drengurinn fékk nafnið Phineas en fyrir áttu hjónin hinn sex ára gamla Silas.

Biel segir að hún sé mikið heima á fjarfundunum auk þess sem hún njóti þess að vera með ungbarninu, skipta á bleyjum og passa að barnið sofi. Það tók á að eignast barn í kórónuveirufaraldrinum. Biel var ekki viss um að Timberlake fengi að vera með í fæðingunni. 

„Reglurnar á spítalanum voru nýbúnar að breytast,“ sagði Biel. „Það kom tími þar sem enginn mátti vera með og ég var mjög stressuð yfir stöðunni. En já, hann fékk að vera með. Ég held að það væri hræðilegt ef ég hefði þurft að vera ein. Ég hefði verið mjög hrædd.“

Jessica Biel ásamt eiginmanni sínum, Justin Timberlake.
Jessica Biel ásamt eiginmanni sínum, Justin Timberlake. AFP
mbl.is