Arna Ýr eignaðist son á afmælisdegi dóttur sinnar

Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt annað barn í gær.
Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt annað barn í gær.

Arna Ýr, fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi, eignaðist son í gær með Vign­i Þór Bolla­syni kírópraktor. Sonurinn kom í heiminn á tveggja ára afmæli dóttur þeirra. Arna Ýr varð þekkt á Íslandi þegar hún varð Ung­frú Ísland og síðar Miss Uni­verse á Íslandi.

„Hann er loksins kominn,“ skrifaði Arna Ýr á Instagram í morgun. „Deilir afmælisdegi með systur sinni 21.06. Erum svo hamingjusöm og þakklát.“

Arna Ýr gekk fram yfir með soninn sem kom í heiminn í fæðingarlaug í stofunni. Hún sýndi fylgjendum sínum frá fæðingarferlinu allt þangað hún missti vatnið. Drengurinn kom svo í heiminn eina mínútu fyrir miðnætti. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn. 

mbl.is