Björguðu ungum pilti úr rústunum

Ennþá er verið að leita að fólki með lífsmarki í …
Ennþá er verið að leita að fólki með lífsmarki í Miami eftir að íbúðarhús hrundi í strandbænum Surfside í Miami. mbl.is/AFP

Lögreglan í Miami hefur gefið út að 159 manns sé enn saknað og fjórir séu látnir eftir að tólf hæða íbúðarhús hrundi að hluta í strandbænum Surfside í Miami í Flórída í fyrrinótt. 

Talið er að fjöldi fólks sé enn fast­ur í rúst­um Champlain-turn­anna og ótt­ast lög­regla að tala lát­inna muni hækka tölu­vert. Björg­un­ar­menn hafa nú þegar náð tug­um fólks úr rúst­un­um og munu koma til með að halda björg­un­araðgerðum áfram er þeir leita að fólk­inu sem enn er saknað.

Í gær var ungum pilti bjargað úr byggingunni og náðist sú björgun á myndband. 

Ekki er vitað hve marg­ir voru inni í bygg­ing­uni er hún hrundi, eða hver or­sök ham­far­anna sé. Að sögn Char­les Burkett, bæj­ar­stjóra í Surfsi­de, hef­ur lög­regl­an not­ast við leit­ar­hunda til að leita að þeim sem enn er saknað. 

Fram­kvæmd­ir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki húss­ins en Burkett seg­ist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokk­in hrundi.


Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert