Sonur Auðuns og Rakelar fékk sjaldgæft nafn

Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir með eldri son sinn, Theódór …
Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir með eldri son sinn, Theódór Sverri. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og fyrirsætan Rakel Þormarsdóttir gáfu yngri syni sínum nafn um liðna helgi. Nafnið, Matteó Orri, er einstakt fyrir þær sakir að aðeins einn annar Matteó, með ó-i, er skráður í Þjóðskrá. 

Algengara er að nafnið sé stafsett Matteo, ekki með kommu, en átta bera nafnið sem fyrsta eiginnafn og tveir sem annað eiginnafn. 

Nafnið Orri er töluvert algengara og þá sérstaklega sem annað eiginnafn. Alls ber 261 nafnið Orri sem fyrsta eiginnafn og 1.054 bera nafnið sem annað eiginnafn. 

mbl.is