Sonur Helgu Gabríelu og Frosta kominn í heiminn

Frosti Logason og Helga Gabríela eignuðust soninn Mána Frostason í …
Frosti Logason og Helga Gabríela eignuðust soninn Mána Frostason í gærkvöldi. mbl.is/Stella Andrea

Annar sonur kokksins Helgu Gabríelu Sigurðardóttur og fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar er kominn í heiminn. Frá þessu greinir Frosti í færslu á samfélagsmiðlum. Litli drengurinn kom í heiminn laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og hefur fengið nafnið Máni. 

Fyrir eiga þau Helga og Frosti soninn Loga. 

„Fæðingin var ævintýri líkust þar sem ástin mín hún Helga Gabríela stóð sig eins og hetja enda hún raunveruleg ofurkona sem gerir allt svo vel eins og frægt er orðið. Drengurinn var 16 merkur og 52 sentímetrar þegar hann mætti kl. 21:53 í gær en hann er örugglega að verða helmingi stærri núna þar sem hann hefur tekið broddinn af móðurmjólkinni eins og herforingi síðan þá. Öllum heilsast mjög vel og sjálfur er ég hreinlega að springa úr þakklæti og auðmýkt. Ást og kærleikur,“ skrifar Frosti. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is