Birti áður óséða mynd af Jagger og einum sonanna

Mick Jagger
Mick Jagger AFP

Mick Jagger er stoltur faðir átta barna og nýverið birti kærastan hans, ballerínan Melanie Hamrick, mynd af honum með yngsta afkvæminu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Það telst til tíðinda þegar hún birtir myndir af þeim feðgum á samfélagsmiðlinum en það eru rúmlega þrjú ár síðan hún birti síðast mynd af þeim á instagramreikningnum sínum. Nú var tilefni; Hamrick hélt upp á 34 ára afmælið sitt.

Sonurinn, Deveraux fjögurra ára, stendur á milli mömmu og pabba við steinvegg með útsýni yfir hafið. Hamrick kyssir Jagger á kinnina og stoltir foreldrarnir virðast í skýjunum: „Ég upplifði mikla ást í dag. Ég vil þakka öllum fyrir yndislegu kveðjurnar sem mér bárust,“ skrifaði hún við myndina.

mbl.is