Dóttirin eins og snýtt út úr nös Ice-T

Coco og Ice-T.
Coco og Ice-T. AFP

Chanel, fimm ára dóttir vesturstrandarrapparans og Law & Order-leikarans Ice-T, þykir afar lík föður sínum. Chanel mætti með mömmu sinni, fyrirsætunni Coco Austin, að máta nýjar sokkabuxur á dögunum.

Eiginkona rapparans birti myndir á Instagram þar sem hún sýnir með stolti leggina sína og nýmóðins sokkabuxurnar. Myndirnar eru fjórar og á síðustu myndinni heldur hún á dóttur þeirra hjóna, Chanel. Við myndirnar skrifar Austin „Ég elska rifnar sokkabuxur!! Ég held að þú gerir það líka!!“

View this post on Instagram

A post shared by Coco (@coco)

Þessi mynd af þeim mæðgum hefur slegið í gegn á veraldarvefnum og það er ekki vegna sokkabuxnanna heldur vegna þess hversu sláandi lík Chanel er föður sínum. Twitter brást við þessu eins og sjá má hér að neðan.
mbl.is