Komið fram við hana eins og óléttan ungling

Halsey segir að fólk hafi fundist hún of ung til …
Halsey segir að fólk hafi fundist hún of ung til að plana barneignir. JOHANNES EISELE

Tónlistarkonan Halsey segir að fólk hafi komið fram við hana eins og óléttan ungling þegar hún gekk með sitt fyrsta barn. Halsey fæddi soninn Ender í heiminn í lok júlí, 26 ára gömul. 

Halsey segir að fólk haf dæmt hana fyrir að hafa planað barneignir með kærasta sínum, Alev Aydin, þar sem hún væri bara 26 ára og ekki gift. „Það reyndist mér mjög erfitt að verða ólétt, ég er fjárhagslega sjálfstæð, ég er komin langt með feril minn, mér fannst þetta vera réttur tími til að gera þetta,“ sagði Halsey í viðtali við Zane Lowe. 

Samt sem áður mætti hún þessu viðmóti hjá fólki. Í kjölfarið fann hún fyrir mikilli skömm en hefur síðan áttað sig á því að það var algjört rugl. 

„Þau mega bara fokka sér. Ég ætla bara að gera það sem ég vil gera. Veistu hvað ég meina? Þetta er mér mjög mikilvægt,“ sagði Halsey. 

mbl.is