Kenna barnahópnum að sigla

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja fóru með Georg, Karlottu og …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja fóru með Georg, Karlottu og Lúðvík að sigla í sumar. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja fóru með börnin sín þrjú í siglingu í sumarfríinu sínu. Hjónin eru bæði ötulir aðdáendur siglinga og leggja mikið upp úr því að börnin fái að kynnast hafinu. 

„Þau eru siglingafjölskylda án efa. Katrín hefur alltaf verið góð siglingakona og Vilhjálmur er líka góður. Þau hafa átt frábærar stundir við ströndina í sumar við að kenna börnunum sínum hvernig eigi að stýra og sigla,“ sagði heimildamaður Vanity Fair

Heimildamaðurinn bætti við að Georg prins og Karlotta prinsessa væru líka orðin sterk í sundinu og víluðu ekki fyrir sér að stökkva í sjóinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert