North West stríðir mömmu sinni

North West er skemmtilegt barn.
North West er skemmtilegt barn.

North West dóttir Kim Kardashian á það til að stríða mömmu sinni á samfélagsmiðlum móður sinnar.

Um daginn spurði hún afhverju mamma sín breytti alltaf um rödd þegar hún talaði í myndböndum sínum. Kim virtist koma af fjöllum og sagðist ekkert breyta rödd sinni. Hún væri alltaf sama manneskjan. North gafst hins vegar ekki upp og tók upp á því að herma eftir móður sinni þar sem röddin varð ýktari og ýktari. Kardashian trúði ekki eigin eyrum og spurði frænku þeirra, Penelope Disick hvort þetta væri rétt hjá North. Hún jánkaði því. 

mbl.is