Kasólétt á galakvöldinu

Bee Shaffer ólétt á Met Gala.
Bee Shaffer ólétt á Met Gala. AFP

Bee Shaffer, dóttir Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, mætti kasólétt á rauða dregilinn fyrir Met Galakvöldið í gærkvöldi. Shaffer klæddist sægrænum, stórum kjól og var kúlan því hálffalin.

Shaffer á nú von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Francesco Carrozzini. Þau gengu í hjónaband í júlí árið 2018 á heimili Wintour í New York. 

Shaffer er eina dóttir Wintour en hún á einnig soninn Charles Shaffer úr hjónabandi sínu og David Shaffer.

mbl.is