Skúli og Gríma eignuðust son í gær

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen eignuðust son í gær. Fæðingin gekk vel og móður og syni heilsast vel. 

Fyrir eiga Skúli og Gríma soninn Jaka sem er eins og hálfs árs. Áður en Skúli hitti Grímu sína eignaðist hann þrjú börn með fyrri eiginkonu.

Það er ekki hægt að segja annað en það gusti af parinu. Fyrir utan það að leggja sitt af mörkum við fjölgun mannkynsins hafa þau staðið í ströngu við að selja lóðir við Hvammsvík eins og kom fram á Smartlandi Mörtu Maríu á dögunum. 

Barnavefurinn óskar Skúla og Grímu til hamingju með soninn og Jaka til hamingju með að vera orðinn stóri bróðir. 

mbl.is