Unnur Eggerts og Travis eiga von á barni

Unnur Eggertsdóttir og Travis eiga von á barni saman.
Unnur Eggertsdóttir og Travis eiga von á barni saman.

Söng- og leikkonan Unnur Eggertsdóttir og unnusti hennar Travis eiga von á barni saman. Er þetta þeirra fyrsta barn en parið trúlofaði sig fyrr á þessu ári. 

Unnur tilkynnti um fjölgun í fjölskyldunni á samfélagsmiðlum í dag. „Ellý fær sérstakan leikfélaga í mars. Við erum greinilega aðeins spenntari en hún,“ skrifaði Unnur í óléttutilkynninguna. Ellý er hundurinn þeirra Unnar og Travis. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is