Er hætt að eiga börn

Kim Kardashian segist ekki ætla eiga fleiri börn.
Kim Kardashian segist ekki ætla eiga fleiri börn. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian segist ekki ætla eignast fleiri börn. Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres spurði hvort hún ætlaði að eignast fleiri börn en Kardashian er komin með nóg. 

„Já ég er hætt,“ sagði Kardashian um frekari barneignir og hló en var þó ekki mjög sannfærandi. „Ég á mörg börn, ég er hætt,“ sagði Kardashian. 

„Ég er að segja þér að þú ert hætt,“ sagði Ellen DeGeneres þá. „Ég ætla að taka þá ákvörðun fyrir þig, þú hefur nógu mikið að gera.“

Kardashian á fjögur börn með tónlistarmanninum Kanye West en þau standa nú í skilnaði.  Þau eiga dótturina North West sem er átta ára og soninn Saint sem er fimm ára. Seinna eignuðust þau dótturina Chicago og soninn Psalm með hjálp staðgöngumóður. Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman.
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman. AFP
mbl.is