Frumsýndi kúluna á rauða dreglinum

Lily Rabe mætti ólétt á galakvöldið og frumsýndi þar óléttukúluna.
Lily Rabe mætti ólétt á galakvöldið og frumsýndi þar óléttukúluna. AFP

Leikkonan Lily Rabe og maki hennar Hamish Linklater eiga von á sínu þriðja barni. Rabe frumsýndi óléttukúluna á rauða dreglinum fyrir galakvöld Academy Museum of Motion Pictures í Los Angeles í Bandaríkjunum á laugardag. 

Fyrir eiga þau Rabe og Linklate dóttur sem fæddist árið 2017 og barn sem fæddist í júní 2020. Þau hafa ekki greint opinberlega frá nöfnum barna sinna. Linklater á eina dóttur úr fyrra sambandi, hina 14 ára gömlu Lucindu Rose. 

Rabe er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum American Horror Story: Double Feature. 

Parið hefur farið frekar leynt með barneignir sínar og greindi Rabe ekki frá fæðingu annars barns síns fyrr en í ágúst á síðasta ári, þegar barnið var orðið um tveggja mánaða. 

Lily Rabe gengur nú með sitt þriðja barn.
Lily Rabe gengur nú með sitt þriðja barn. AFP
mbl.is