Berglind og Örn gáfu dótturinni nafn

Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey gáfu dóttur sinni nafnið …
Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey gáfu dóttur sinni nafnið Ísey Von.

Fyrirsætan og framleiðandinn Berglind Icey og kærasti hennar Örn Valdimar Kjartansson fjárfestir gáfu dóttur sinni nafn um helgina.

Litla stúlkan fékk nafnið Ísey Von Arnardóttir í fallegri veislu. Ísey Von litla er fyrsta barn foreldra sinna en hún kom í heiminn 31. ágúst síðastliðinn. 

Veislan var haldin í heimahúsi og spilaði Högni Egilsson og söng í athöfninni.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með fallegt nafn!

View this post on Instagram

A post shared by berglindicey (@berglindicey)

mbl.is
Loka