Vill hitta barnabörnin en bíður með lögsókn

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem …
Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem Thomas Markle hafa ekki hitt. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, mætti í sjónvarpsviðtal í vikunni og ræddi samband eða frekar sambandsleysi sitt við dóttur sína og tengdason. Hann sagði barnabörnin sín, Archie og Lili, eiga eftir að alast upp án þess að vita að þau ættu tvær fjölskyldur.  

„Mig langar mikið að hitta barnabörnin mín. Fólk hefur gefið í skyn að í Kaliforníu geti ég farið í mál til þess að hitta barnabörnin, en ég held að ef ég gerði það væri hræsnari og gerði það sama og Meghan og Harry gera,“ sagði Markle.

Markle er tregur til að blanda barnabörnum sínum í lögfræðideilur. „Ég vil hitta barnabörnin mín með vinalegum foreldrum,“ sagði hann. „Ég vil ekki fjandsamlega foreldra þegar ég hitti þau. Svo ég ætla að bíða.“

Faðir Meghan segir nokkra lögfræðinga hafi sagt sér að afar og ömmur í sömu stöðu og hann hafi farið í mál í Kaliforníu og unnið. Málið er því ekki dauðadæmt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert