Ísgerður gaf syninum nafn

Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir gaf syni sínum nafn um helgina.
Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir gaf syni sínum nafn um helgina. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og fjölmiðlakonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir gaf syni sínum nafn um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Birgir Galdur Ísgerðarson.

Birgir litli er fyrsta barn móður sinnar, en hann kom í heiminn hinn 5. júí síðastliðinn. 

Ísgerður á Birgi litla ein en hún fór í glasafrjóvgun. Í viðtöl­um í vor sagðist hún alltaf hafa haft þenn­an mögu­leika á bak við eyrað ef hún myndi ekki finna ást­ina. „Fjöl­skyld­ur eru alls kon­ar og mín sem sagt byrj­ar bara á okk­ur 2 og svo sjá­um við til hvort fleiri bæt­ist við síðar,“ skrif­ar Ísgerður á Face­book í vor.

mbl.is