Rifust í sjö vikur um nafn barnsins

Hjónin voru ósammála um nafn á son sinn.
Hjónin voru ósammála um nafn á son sinn. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Kieran Culkin segir að hann og eiginkona hans, Jazz Charton, hafi eytt dágóðum tíma í að finna rétt nafn fyrir son sinn sem fæddist fyrir þremur mánuðum síðan. Culkin var gestur í spjallþættinum hjá Elleni DeGeneres fyrr í vikunni og afhjúpaði hann nafn drengsins í þættinum í fyrsta sinn.

„Hann heitir Wilder Wolf,“ sagði Culkin. „Konan mín vildi Wolf, hún barðist hart fyrir því nafni,“ og DeGeneres líkaði vel við nafngiftina. Sagði hún að nafnið Wolf væri á topplista yfir strákanöfn sem hún kærði sig um að skíra. „Ef við hefðum eignast strák þá hefðum við skírt hann Wolf,“ sagði DeGeneres. „En í staðinn fengum við okkur hund og skírðum hann Wolf,“ sagði hún og uppskar hlátur frá áhorfendum.

Culkin sagði að nafnið hefði komið til þeirra hjóna á sjúkrahúsinu þegar barnið var í þann mund að koma í heiminn. Þau hafi þó ekki vitað kyn barnsins og hafi því ekki viljað ákveða neitt á þeim tímapunkti. „Í staðinn fyrir að negla þetta nafn bara þá og þegar, þá ákváðum við að pína okkur og vera ósammála um öll nöfnin,“ sagði hann. „Svo eignuðumst við strák og eyddum sjö vikum í að rífast um nafn á hann,“ sagði leikarinn, hlæjandi. People greindi frá. 

Hjónin gengu í það heilaga árið 2013, ári eftir að þau kynntust. Dóttir þeirra Kinsey Sioux, kom svo í heiminn árið 2019 og á að öllum líkindum eftir að reynast Wilder Wolf vel sem stóra systir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert