Slitförin eins og tré lífsins

Ashley Graham er stolt af slitförum sínum.
Ashley Graham er stolt af slitförum sínum. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham hefur verið óhrædd við að sýna slitförin sem hún hefur hlotið á kviðinn við meðgöngur barna sinna. Graham deildi mynd af sér á Instagram á dögunum þar sem hún stóð kviknakin og sýndi slitförin.

„Justin segir að slitförin mín séu eins og tré lífsins,“ sagði Graham við myndafærsluna en hún og eiginmaður hennar, Justin Ervin, eiga von á tvíburum á næstu misserum. Fyrir eiga þau eins árs gamlan son sem heitir Issac. Page Six greinir frá.

Fyrirsætan er þekkt fyrir að tala fyrir fitufordómum og jákvæðri líkamsímynd og hefur hún fengið mikið lof fyrir. Enda kona í áhrifastöðu þegar litið er til málsstaðar af þessu tagi. 

mbl.is