Börn glamúrfyrirsætu lögð í einelti

Katie Price á fimm börn.
Katie Price á fimm börn. mbl

Katie Price segir erfitt fyrir börn sín að eiga mömmu sem er oft á tíðum á milli tannanna á fólki.

„Oft fær Bunny athugasemdir frá hinum börnunum,“ segir Price en Bunny er sjö ára.

„Á tímabili var ég alltaf með hárkollur þar sem ég var með skallabletti vegna streitu og álags og var að reyna að leyfa hárinu að vaxa í friði. Þá sagði Bunny að krakkarnir væru alltaf að spyrja af hverju ég væri með hárkollu og segja að ég væri með gervibrjóst. Og hún er bara sjö ára. Þetta er sérstakt starf sem ég sinni og þetta er bara ekki samtal sem barn myndi venjulega eiga við vini sína,“ segir Price.

„Hvernig á maður að svara þeim? Mitt starf er ekki eins og starf flestra foreldra og það er erfitt að útskýra þetta fyrir þeim.“

Aðspurð segir hún eldri börn sín eflaust munu feta í fótspor hennar og leita uppi frægðina. „Princess mun gera það. Hún elskar allt sem hún er að gera á YouTube og það er bara byrjunin. Þetta er breyttur heimur frá því að ég fetaði mín fyrstu spor. Svo er Junior á fullu í tónlistinni.“

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)mbl.is