Danska prjónadrottningin eignaðist fimmta barnið

Hin danska Mette hjá PetitKnit eignaðist sitt fimmta barn á …
Hin danska Mette hjá PetitKnit eignaðist sitt fimmta barn á dögunum. Skjáskot/Instagram

Danska prjónadrottningin Mette Wendelboe Okkels eignaðist sitt fimmta barn, soninn Holger, nú í byrjun árs. Mette er stofnandi PetiteKnit og hannar og gefur út einar vinsælustu prjónauppskriftir í allri Skandinavíu. 

Mette sagði frá fæðingu sonarins á Instagram á dögunum en litli drengurinn kom í heiminn á baðherbergisgólfinu heima hjá þeim. Fyrir eiga Mette og eiginmaður hennar þrjár dætur og einn son. 

Prjónadrottningin hefur gefið út fjölda uppskrifta sem íslenskir prjónarar ættu að kannast við, til dæmis Sunday Sweater, Louvre Sweater og Ankers Sweater. Þá hefur hún einnig gefið út uppskriftir í samstarfi við norska garnframleiðandann Sandnes Garn.

mbl.is