Er búinn að hitta börnin

Kim Kardashian West og Pete Davidson.
Kim Kardashian West og Pete Davidson. Samsett mynd

Alvara hefur færst í samband athafnakonunnar Kim Kardashian og grínistans Petes Davidsons eftir að hann hitti börnin hennar fjögur. Kardashian á fjögur börn úr fyrra hjónabandi sínu við Kanye West og hefur Davidson nú hitt þau og eytt með þeim tíma. 

Heimildamaður Us Weekly segir Davidson einnig hafa hitt systur Kardashian og nú séu þau enn nánari. 

„Kim og Pete gengur vel núna. Þau ganga í takt og sambandið er auðvelt. Þau eru orðin nánari og eru virkilega flott par,“ sagði heimildamaðurinn. 

Davidson og Kardashian fóru nýverið í sitt fyrsta frí saman, en þau eyddu þremur dögum í sólinni á Bahamaeyjum.

Kardashian á dótturina North sem er átta ára, soninn Saint sex ára, dótturina Chicago þriggja ára og soninn Psalm tveggja ára. Hún sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári eftir tæplega sjö ára hjónaband.

mbl.is