Fanney Birna og Andri eiga von á barni

Andri Óttarsson og Fanney Brina Jónsdóttir eiga von á sínu …
Andri Óttarsson og Fanney Brina Jónsdóttir eiga von á sínu öðru barni. Ljósmynd / Stella Andrea

Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir og lögfræðingurinn Andri Óttarsson eiga von á barni. Frá þessu greindi Fanney í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í ríkissjónvarpinu á föstudagskvöld. 

Þetta er annað barn þeirra Fanneyjar og Andra en fyrir eiga þau dótturina Hallgerði Arnbjörgu sem verður þriggja ára í maí.

Fanney var önnur tveggja umsjónarmanna Silfursins í sjónvarpinu þar til á síðasta ári þegar hún sagði starfi sínu lausu.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is