Tvíburadrengirnir komnir með nafn

Ashley Graham og tvíburadrengirnir.
Ashley Graham og tvíburadrengirnir. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham opinberaði nöfn tvíburadrengja sinna á Instagram á dögunum. Drengirnir komu í heiminn hinn 7. janúar og virðast þeir braggast vel. 

„Malachi & Roman. Strákarnir mínir hafa verið bestu kennararnir og góð áminning um að ég get gert erfiða hluti,“ skrifaði Graham við mynd sem hún deildi nýverið. Myndin sýnir líf tvíburamömmunnar í hnotskurn þar sem hún situr í sófa með báða drengina í fanginu en annar þeirra drekkur brjóst á meðan hún heldur hinum uppréttum við öxl sína og lætur hann ropa eftir sinn sopa. 

Graham og eiginmaður hennar, Justin Ervin, eiga einnig soninn Isaac, sem er nýorðinn tveggja ára. Það er því væntanlega í mörg horn að líta hjá fjölskyldunni sem nú telur fimm manns.


 

mbl.is